Halldór komst ekki í úrslit - leitar að upptöku af "Humarstökkinu“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 08:06 Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan. Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Snjóbrettakappinn Halldór Helgason komst ekki í úrslit á X-leikunum en keppt var í Aspen í Colorado í nótt. Halldór varð í 5. sæti í undankeppninni sem dugði þó ekki til að komast í úrslit. Halldór keppti í grein sem nefnist „Big Air" en Akureyringurinn vann sigur í þessari sömu grein á leikunum árið 2010. Í greininni stökkva keppendur af háum palli og fá stig fyrir þau tilþrif sem þeir sýna. Kanadamaðurinn Mark McMorris bar sigur úr býtum í nótt en hann er einungis átján ára gamall. Hann náði frábæru stökki sem skilaði honum 49 af 50 mögulegum stigum. Í myndbandinu má sjá eitt af stökkum McMorris sem tryggðu honum sigur í keppninni. Norðmaðurinn Torstein Horgmo fékk fullt hús stiga fyrir fyrsta stökkið sitt í lokaúrslitunum en það eru tvö bestu stökkin sem gilda. Hann fékk samanlagt 76 stig fyrir tvö bestu stökkin sín en McMorris bar sigur úr býtum með 80 stig. Myndbönd af stökkunum má sjá hér, á heimasíðu ESPN. Halldór reyndi í keppninni að ná erfiðu stökki sem hann nefnir Lobster Flip 12 en tókst ekki. Hann reyndi svo aftur tveimur mínútum eftir að keppni lauk í hans riðli og náði þá að framkvæma það fullkomnlega. Það sást hins vegar ekki í sjónvarpsútsendingunni en á Facebook-síðu hans býður hann 500 dollara handa hverjum þeim sem náði upptöku af stökkinu. Halldór er einnig í lokaúrslitum Real Snow-myndbandakeppninnar þar sem 50 þúsund dollarar (6,2 milljónir króna) eru í húfi fyrir sigurvegarann. Kosningu lýkur í dag en Halldór hefur nú fengið um 48 prósent atkvæðanna og þarf því á aðstoð Íslendinga að halda. Það er hægt að kjósa hér. Rætt er við Halldór Helgason í Fréttablaðinu í dag og smá sjá hlekki á viðtölin hér að neðan.
Erlendar Tengdar fréttir Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00 Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00 Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Birkir gæti hætt: Fékk spennandi starf en svo fór allt í skrúfuna Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Læra af reynslunni og leyfa vatnspásur í hitanum á Wimbledon Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Fimmtán daga dómi Ingebrigtsen verður ekki áfrýjað Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Sjá meira
Hallldór fékk boð á HM Halldór Helgason var einn af fáum snjóbrettaköppum sem var sérstaklega boðinn þátttökuréttur á HM í snjóbrettum sem fer fram í Ósló í næsta mánuði. Segir það sitt um stöðu hans í heimi snjóbrettaíþróttarinnar. 28. janúar 2012 07:00
Geri mér aldrei væntingar um sigur Þrátt fyrir ungan aldur er Halldór Helgason einn þekktasti snjóbrettakappi heims. Hann framleiðir snjóbretti og ýmsar vörur, leigir íbúð í Mónakó og flakkar um heiminn. Hann keppir um helgina á X Games. 28. janúar 2012 08:00
Hnífjafnt hjá Halldóri | Kosningu í Real Snow að ljúka Kosningu um sigurvegara Real Snow-keppninnar, þar sem myndband Halldórs Helgasonar keppir til úrslita, fer senn að ljúka en staðan er nú hnífjöfn. 27. janúar 2012 00:01