Angela Merkel: Þörf á alveg nýrri nálgun 26. janúar 2012 16:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. „Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna," sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að. Efnahagsvandinn í Evrópu er mál málanna á ráðstefnunni, og ber umræðan um vanda Grikklands nú hæst. Áhyggjur vegna hugsanlegs gjaldþrots landsins hafa farið vaxandi að undanförnu. Þá mælist atvinnuleysi í Evrópu um 10%. Merkel sagði að vandi Grikklands væri vandi allrar Evrópu, og landið stæði ekki einangrað að því leyti. Hins vegar þurfi stjórnvöld í Grikklandi að sýna meiri vilja til þess að leysa vandamál sín. Kröfuhafar Grikklands hafa að undanförnu fundað með ríkisstjórn landsins með það fyrir augum að ná sátt um hvernig Grikkland geti leyst úr skuldastöðu sinni. Helst er horft til þess að afskrifa allt að helming af skuldum landsins, að því er breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá í dag. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss, að þörf væri á alveg nýrri nálgun á stjórnun ríkisfjármála og efnahagsmála. „Kerfislægar breytingar sem leiða til þess að fleiri störf skapist er það sem þarf að gera núna," sagði Merkel á blaðamannafundi, eftir fundahöld leiðtoga víða að. Efnahagsvandinn í Evrópu er mál málanna á ráðstefnunni, og ber umræðan um vanda Grikklands nú hæst. Áhyggjur vegna hugsanlegs gjaldþrots landsins hafa farið vaxandi að undanförnu. Þá mælist atvinnuleysi í Evrópu um 10%. Merkel sagði að vandi Grikklands væri vandi allrar Evrópu, og landið stæði ekki einangrað að því leyti. Hins vegar þurfi stjórnvöld í Grikklandi að sýna meiri vilja til þess að leysa vandamál sín. Kröfuhafar Grikklands hafa að undanförnu fundað með ríkisstjórn landsins með það fyrir augum að ná sátt um hvernig Grikkland geti leyst úr skuldastöðu sinni. Helst er horft til þess að afskrifa allt að helming af skuldum landsins, að því er breska ríkisútvarpsins BBC greindi frá í dag.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira