Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja 26. janúar 2012 12:14 Gríkkland hefur verið í djúpstæðum efnahagsvanda í langan tíma. Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur