Hlutabréfamarkaðir hafa víðast hvar einkennst af rauðum lækkunartölum. Markaðir í Bandaríkjunum opnuðu með lækkun. Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hefur lækkað um 0,55% en í Evrópu eru lækkunartölurnar heldur skarpari. Flestar vísitölur hafa lækkað um ríflega eitt prósent.
Almennt eru lækkanirnr raktar til þess að fjárfestar hafa áhyggjur af skuldavandanum í Evrópu og þá einkum vanda Grikklands. Ráðamenn í Grikklandi hafa að undanförnu reynt að ná samningum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, Evrópusambandið og sérstakt kröfuhafaráð, vegna skuldavanda landsins. Almennt er álitið að afskrifa þurfi um helming allra skulda landsins en ekki liggur enn fyrir hvernig leyst verður úr stöðunni.
