Hagnaður Microsoft, stærsta hugbúnaðarfyrirtækis í heimi, nam 6,64 milljörðum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs, eða sem nemur 823 milljörðum króna. Það er örlítil hagnaðarminnkun frá sama tímabili ársins á undan.
Þrátt fyrir samdráttinn segir Steve Balmer, forstjóri Microsoft, í samtali við BBC að uppgjör félagsins hafi verið gott og hagnaður sé viðunandi. Framundan sé mikilvægt ár fyrir félagið, en útgáfa á Windows 8, stýrikerfi fyrir síma og PC tölvur, er áætluð seinna á árinu.
Hagnaður af afþreyingarhluta félagsins jókst milli ára um 15% á síðustu þremur mánuðum ársins. Heildartekjur af þessari starfsemi, þar sem XBox leikjatölvan er stærsta einingin, námu 4,74 milljörðum dollara.
Yfir 800 milljarða hagnaður á þremur mánuðum

Mest lesið

Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera
Viðskipti erlent


Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi
Viðskipti erlent

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi
Viðskipti innlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt
Viðskipti innlent


Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf