Danska bankahrunið að verða stærra en það íslenska 20. janúar 2012 09:04 Ef einn danskur banki, eða sparisjóður, í viðbót kemst í þrot í Danmörku er danska bankahrunið orðið meira en það íslenska. Þetta kemur fram í umfjöllun danska viðskiptaritsins Ugebrevet A4. Þegar hafa 10 danskir bankar fallið frá hruninu haustið 2008. Í ritinu segir að þótt horft sé framhjá Íslandi í þessum efnum hafi Danmörk algera sérstöðu meðal hinna Norðurlandaþjóðanna, það er Noregs, Svíþjóðar og Finnlands þegar kemur að bankahruni. Aðeins einn banki hafi komist í þrot hjá þessum þremur þjóðum samanlagt. Rætt er við Jesper Rangvid prófessor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar. Hann segir að samlíkingin við hin Norðurlöndin sé slæm. Sérstaklega þegar haft er í huga að þau hafi einnig þurft að glíma við sömu fjármálakreppuna og Danir. Höfuðástæðan fyrir slæmri stöðu Dana er fasteignabólan sem þar varð og mikil áhættusækni danskra banka á árunum fram að hruni. Rangvid telur að ekki sé hægt að líkja Danmörku við íslensku bankahörmungarnar, a.m.k. hlutfallslega þar sem íslenska bankahrunið var á stærð við tífalda landsframleiðslu Íslands. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ef einn danskur banki, eða sparisjóður, í viðbót kemst í þrot í Danmörku er danska bankahrunið orðið meira en það íslenska. Þetta kemur fram í umfjöllun danska viðskiptaritsins Ugebrevet A4. Þegar hafa 10 danskir bankar fallið frá hruninu haustið 2008. Í ritinu segir að þótt horft sé framhjá Íslandi í þessum efnum hafi Danmörk algera sérstöðu meðal hinna Norðurlandaþjóðanna, það er Noregs, Svíþjóðar og Finnlands þegar kemur að bankahruni. Aðeins einn banki hafi komist í þrot hjá þessum þremur þjóðum samanlagt. Rætt er við Jesper Rangvid prófessor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar. Hann segir að samlíkingin við hin Norðurlöndin sé slæm. Sérstaklega þegar haft er í huga að þau hafi einnig þurft að glíma við sömu fjármálakreppuna og Danir. Höfuðástæðan fyrir slæmri stöðu Dana er fasteignabólan sem þar varð og mikil áhættusækni danskra banka á árunum fram að hruni. Rangvid telur að ekki sé hægt að líkja Danmörku við íslensku bankahörmungarnar, a.m.k. hlutfallslega þar sem íslenska bankahrunið var á stærð við tífalda landsframleiðslu Íslands.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæpleg hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira