PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina 31. janúar 2012 16:41 Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. Strax í kjölfar hennar fylgdi Álfheiður Ingadóttir og ræddi um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda vegna frétta um iðnaðarsílikon í brjóstapúðum. Guðbjartur Hannesson var til andsvara í báðum umræðunum og segir hann brýnt hafi verið að ræða þetta mál. Hann sagði meðal annars makalaust að upp sé komin sú staða að læknar hafi nú leitað til persónuverndar um hvort þeim sé skylt að láta Landlækni í té ýmsar upplýsingar sem hann hefur óskað eftir. „Það er auðvitað Landlæknir sem hefur þetta eftirlitshlutverk," segir Guðbjartur. Margir þingmenn ræddu málið á þingi í dag, þar á meðal Eygló Harðardóttir þingkona Framsóknarflokksins. Hún gagnrýndi það sleifarlag sem verið hefur á innköllun PIP-brjóstapúðanna eftir að upp komst um galla í þeim. Eygló benti á húsgagnaframleiðandann Ikea sem hefði margoft innkallað vörur frá sér án mikilla vandkvæða. Hún sagðist því spyrja sig hvort ekki hefði farið betur á því að láta Ikea sjá um innkallanir brjóstapúðanna, þeim hefði væntanlega farist það betur úr hendi en hinu opinbera. PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins. Strax í kjölfar hennar fylgdi Álfheiður Ingadóttir og ræddi um viðbrögð heilbrigðisyfirvalda vegna frétta um iðnaðarsílikon í brjóstapúðum. Guðbjartur Hannesson var til andsvara í báðum umræðunum og segir hann brýnt hafi verið að ræða þetta mál. Hann sagði meðal annars makalaust að upp sé komin sú staða að læknar hafi nú leitað til persónuverndar um hvort þeim sé skylt að láta Landlækni í té ýmsar upplýsingar sem hann hefur óskað eftir. „Það er auðvitað Landlæknir sem hefur þetta eftirlitshlutverk," segir Guðbjartur. Margir þingmenn ræddu málið á þingi í dag, þar á meðal Eygló Harðardóttir þingkona Framsóknarflokksins. Hún gagnrýndi það sleifarlag sem verið hefur á innköllun PIP-brjóstapúðanna eftir að upp komst um galla í þeim. Eygló benti á húsgagnaframleiðandann Ikea sem hefði margoft innkallað vörur frá sér án mikilla vandkvæða. Hún sagðist því spyrja sig hvort ekki hefði farið betur á því að láta Ikea sjá um innkallanir brjóstapúðanna, þeim hefði væntanlega farist það betur úr hendi en hinu opinbera.
PIP-brjóstapúðar Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira