Allt í hnút í Grikklandi 9. febrúar 2012 00:25 Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, glímir við gríðarleg efnhagsleg og pólitísk vandamál þessa dagana. Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir enn fremur að ekki hafi náðst að ná samkomulagi um miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem hefðu haft það í för með sér, að ríkið hefði sparað sér mikil útgjöld á kostnað þiggjenda lífeyris. Samkvæmt frétt BBC fór Papademos rakleiðis til fundar við forystumenn ESB, AGS og kröfuhafaráðs landsins, eftir að ljóst varð að ekki væri mögulegt að ná þverpólitísku samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálum. Skuldavandi landsins er mikill og er jafnvel búist við því að ekki verði hjá því komist að landið fari í gjaldþrot, fyrst evruríkja. Aðgerðirnar sem deilt erum eru gríðarlegar umfangsmiklar og munu hafa mikil samfélagsleg áhrif í Grikklandi. Að því er segir í frétt BBC verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð um 22 prósent til viðbótar við það sem þegar hefur komið til framkvæmda og fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum verður sagt upp. Þá stendur vilji stjórnar Papademos til þess að lækka lífeyrisgreiðslur um 15 prósent til viðbótar. Reiknað er með því að Papademos muni funda með helstu forystumönnum ESB og AGS allan morgundaginn, að því er BBC greinir frá. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, tókst ekki að ná samkomulagi við forystumenn grískra stjórnmálaafla um aðgerðir í ríkisfjármálum, til þess að geta fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu (ESB) og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS). Fundi í kvöld lauk án niðurstöðu, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir enn fremur að ekki hafi náðst að ná samkomulagi um miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfinu sem hefðu haft það í för með sér, að ríkið hefði sparað sér mikil útgjöld á kostnað þiggjenda lífeyris. Samkvæmt frétt BBC fór Papademos rakleiðis til fundar við forystumenn ESB, AGS og kröfuhafaráðs landsins, eftir að ljóst varð að ekki væri mögulegt að ná þverpólitísku samkomulagi um aðgerðir í ríkisfjármálum. Skuldavandi landsins er mikill og er jafnvel búist við því að ekki verði hjá því komist að landið fari í gjaldþrot, fyrst evruríkja. Aðgerðirnar sem deilt erum eru gríðarlegar umfangsmiklar og munu hafa mikil samfélagsleg áhrif í Grikklandi. Að því er segir í frétt BBC verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð um 22 prósent til viðbótar við það sem þegar hefur komið til framkvæmda og fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum verður sagt upp. Þá stendur vilji stjórnar Papademos til þess að lækka lífeyrisgreiðslur um 15 prósent til viðbótar. Reiknað er með því að Papademos muni funda með helstu forystumönnum ESB og AGS allan morgundaginn, að því er BBC greinir frá.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur