Amar'e Stoudemire, leikmaður NY Knicks, missti bróður sinn í gær er hann lést í bílslysi í Flórída.
Hinn 35 ára gamli Hazell Stoudemire var í bíl sem keyrði harkalega aftan á vörubíl. Stoudemire var ekki í bílbelti og lést á slysstað.
Amar'e er farinn til Flórída þar sem hann verður með fjölskyldu sinni næstu daga. Knicks hefur ekki krafist þess að hann snúi til baka á ákveðnum tímapunkti.
Lögreglan er enn að rannsaka slysið og hefur ekki útilokað að neysla áfengis tengist slysinu.
