Það eru engar líkur á því að Phoenix Suns gerir atlögu að NBA meistaratitlinum í ár en liðið hefur aðeins unnið 9 leik en tapað 14 það sem af er vetri. Slakt gengi liðsins hefur vakið upp þann orðróm að leikstjórnandinn Steve Nash fari frá liðinu í leikmannaskiptum. Nash er 38 ára gamall og er hann enn á meðal bestu leikstjórnandi deildarinnar, með 14,5 stig að meðtali og um 10 stoðsendingar í leik.
Ken Berger, fréttamaður CBS, segir í viðtali við CNN að hann hafi heimildir fyrir því að forsvarsmenn Suns séu opnir fyrir því að senda Nash frá sér ef hann óski eftir því sjálfur. Nash er með um 1,5 milljarða kr. í laun á ári hjá Suns en samningur hans rennnur út í vor.
Nash hefur aldrei náð að vinna NBA deildina sem leikmaður en hann hefur tvívegs verið valinn besti leikmaður deildarinnar, 2005 og 2006.
Talið er að mörg lið hafi áhuga á að fá Nash til liðs við sig en hann hefur lengi verið orðaður við New York Knicks.
Fer Steve Nash frá Phoenix Suns?

Mest lesið





„Það var engin taktík“
Fótbolti



Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

