Evran tíu ára 5. febrúar 2012 18:32 Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum. Þá hafði undirbúningur evrunnar staðið lengi, í raun allt frá því að Mastrict sáttmálinn var undirritaður 1992, en áratug síðar varð venjulegt fólk fyrst vart við áhrif sáttmálans. Tilgangurinn var sá að draga úr kostnaði við að þurfa stöðugt að skipta gjaldeyri og að skapa stöðugleika í gengi milli landa, og liðka þannig fyrir viðskiptum innan svæðisins. Mörg fyrirtæki sættu lagi og hækkuðu hjá sér verðið á meðan ruglings gætti hjá neytendum, sem þurftu að venja sig á að hætta að reikna í mörkum og frönkum og byrja að reikna í hinni nýfæddu Evru. En áhrif evrunnar náðu ekki aðeins inn í hið daglega líf, nei, hún olli djúpstæðum breytingum á hagkerfum landanna. Það kemur í hlut Evrópska seðlabankans í Frankfurt að standa vörð um trúverðugleika evrunnar og kaupmátt hennar, en aðalhlutverk bankans er, líkt og hér á landi, að halda verðbólgu niðri. Bankinn í Frankfurt er um margt svipaður þeim við Kalkofnsveg; hann starfar samkvæmt markmiði um að halda verðbólgu við tvö prósent og hefur sambærileg stýritæki. Helsti munurinn er líklegast sá að í Frankfurt velta menn peningamagninu meira fyrir sér, en sumir hagfræðingar vilja meina að útþensla í peningamagni sé yfirleitt frumorsök verðbólgu. Hvort sem það er ástæða velgengninnar eða ekki hefur bankanum nokkurnvegin tekist að standa við markmið sitt og verðbólga á evrusvæðinu er heilt yfir nokkuð nærri marki. Öfugt við þann íslenska. Þetta hefur skilað því að verðlag hefur hækkað um 23 prósent á síðustu tíu árum á evrusvæðinu, en hins vegar um mun meira, eða tæp 75 prósent hér á landi. En þótt peningastefnan hafi skilað verðstöðugleika eru blikur á lofti á evrusvæðinu, og ekki bara vegna skuldakreppu og titrings á fjármálamörkuðum. Þar er meira atvinnuleysi en á evrópusvæðinu í heild, og íbúar margra landa eru hræðilega illa staddir. Tökum til dæmis Spán eða Grikkland, þar sem einn af hverjum fimm er atvinnulaus. Þar er hið stöðuga gengi evrunnar farið að kæfa atvinnulífið, því það sem löndin þurfa á að halda er gengisfall til að rétta hagkerfið af. Slíkur sveigjanleiki er það helsta sem fræðimenn á borð við Paul Krugman hafa talið krónunni til tekna þrátt fyrir alla hennar galla, en vegna gengisfallsins er Ísland nú vel statt ríki þegar kemur að atvinnustigi ef miðað er við evruríkin með 6% atvinnuleysi. En hvort sem menn vilja halda í krónuna eða taka upp evru ættu allir að geta verið sammála um gamalkunnan hagfræðilegan sannleik; að hvaða smekk sem menn kunna að hafa fyrir hádegisverðinum er ljóst að hann er ekki ókeypis á hvorn veginn sem er. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þann fyrsta janúar 2002 var ráðist í stærstu peningalegu aðgerð veraldarsögunnar. Þá var gjaldmiðlum tólf aðildarríkja Evrópusambandsins skipt út fyrir evruseðla og -myntir, og á aðeins örfáum dögum gjörbreyttist lífið í löndunum. Þá hafði undirbúningur evrunnar staðið lengi, í raun allt frá því að Mastrict sáttmálinn var undirritaður 1992, en áratug síðar varð venjulegt fólk fyrst vart við áhrif sáttmálans. Tilgangurinn var sá að draga úr kostnaði við að þurfa stöðugt að skipta gjaldeyri og að skapa stöðugleika í gengi milli landa, og liðka þannig fyrir viðskiptum innan svæðisins. Mörg fyrirtæki sættu lagi og hækkuðu hjá sér verðið á meðan ruglings gætti hjá neytendum, sem þurftu að venja sig á að hætta að reikna í mörkum og frönkum og byrja að reikna í hinni nýfæddu Evru. En áhrif evrunnar náðu ekki aðeins inn í hið daglega líf, nei, hún olli djúpstæðum breytingum á hagkerfum landanna. Það kemur í hlut Evrópska seðlabankans í Frankfurt að standa vörð um trúverðugleika evrunnar og kaupmátt hennar, en aðalhlutverk bankans er, líkt og hér á landi, að halda verðbólgu niðri. Bankinn í Frankfurt er um margt svipaður þeim við Kalkofnsveg; hann starfar samkvæmt markmiði um að halda verðbólgu við tvö prósent og hefur sambærileg stýritæki. Helsti munurinn er líklegast sá að í Frankfurt velta menn peningamagninu meira fyrir sér, en sumir hagfræðingar vilja meina að útþensla í peningamagni sé yfirleitt frumorsök verðbólgu. Hvort sem það er ástæða velgengninnar eða ekki hefur bankanum nokkurnvegin tekist að standa við markmið sitt og verðbólga á evrusvæðinu er heilt yfir nokkuð nærri marki. Öfugt við þann íslenska. Þetta hefur skilað því að verðlag hefur hækkað um 23 prósent á síðustu tíu árum á evrusvæðinu, en hins vegar um mun meira, eða tæp 75 prósent hér á landi. En þótt peningastefnan hafi skilað verðstöðugleika eru blikur á lofti á evrusvæðinu, og ekki bara vegna skuldakreppu og titrings á fjármálamörkuðum. Þar er meira atvinnuleysi en á evrópusvæðinu í heild, og íbúar margra landa eru hræðilega illa staddir. Tökum til dæmis Spán eða Grikkland, þar sem einn af hverjum fimm er atvinnulaus. Þar er hið stöðuga gengi evrunnar farið að kæfa atvinnulífið, því það sem löndin þurfa á að halda er gengisfall til að rétta hagkerfið af. Slíkur sveigjanleiki er það helsta sem fræðimenn á borð við Paul Krugman hafa talið krónunni til tekna þrátt fyrir alla hennar galla, en vegna gengisfallsins er Ísland nú vel statt ríki þegar kemur að atvinnustigi ef miðað er við evruríkin með 6% atvinnuleysi. En hvort sem menn vilja halda í krónuna eða taka upp evru ættu allir að geta verið sammála um gamalkunnan hagfræðilegan sannleik; að hvaða smekk sem menn kunna að hafa fyrir hádegisverðinum er ljóst að hann er ekki ókeypis á hvorn veginn sem er.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur