Miðaverð á NBA-leiki hækkar | Dýrast á leiki New York Knicks Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2012 22:45 Það er ekki ódýrt að kaupa sér miða í Madison Square Garden. Mynd/Nordic Photos/Getty Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund íslenskar krónur. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir. Meðalverð á miða á heimaleiki New York Knicks er 117,47 dollarar eða tæplega 14500 íslenskar krónur. Miðarnir á leiki New York liðsins hækkuðu um 32,5 prósent milli ára. Miði á leiki Los Angeles Lakers kostar að meðaltali 99,25 dollara og í þriðja sæti yfir hæsta miðaverð er síðan Boston Celtis (68.55 dollarar). Chicago er í fjórða sæti og Miami Heat er síðan í fimmta sæti en meðalmiðverðið til að sjá LeBron James og Dwyane Wade er 67 dollarar eða 8300 íslenskar krónur. Það kostar hinsvegar aðeins 22,95 dollara að meðaltali að kaupa miða á heimaleiki Memphis-liðsins en næstdýrast er síðan að kaupa miða á leiki Washington Wizards (23.64 dollarar). Í samanburði við hinar stóru atvinnumannaíþróttirnar í Bandaríkjunum þá kostar ekki mikið að fara á NBA-leik. Meðalverð á miðum á leiki í ameríska fótboltanum er nefnilega 77,36 dollarar og það kostar að meðaltali 57,10 dollara að kaupa miða á íshokkíleiki. Miðaverðið á hafnarboltaleiki er hinsvegar aðeins 26,9 dollarar. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira
Miðaverð á NBA-leiki er farið að hækka á nýjan leik eftir að hafa staðið í stað í þrjú ár. Meðalverð á miða hefur nú hækkað um 1.7 prósent og upp í 48,48 dollara eða rúmlega sex þúsund íslenskar krónur. Það langdýrast á leiki hjá New York Knicks en meðalmiðaverð á leik í Madison Square Garden er fimm sinnum hærra en hjá Memphis Grizzlies þar sem miðarnir eru ódýrastir. Meðalverð á miða á heimaleiki New York Knicks er 117,47 dollarar eða tæplega 14500 íslenskar krónur. Miðarnir á leiki New York liðsins hækkuðu um 32,5 prósent milli ára. Miði á leiki Los Angeles Lakers kostar að meðaltali 99,25 dollara og í þriðja sæti yfir hæsta miðaverð er síðan Boston Celtis (68.55 dollarar). Chicago er í fjórða sæti og Miami Heat er síðan í fimmta sæti en meðalmiðverðið til að sjá LeBron James og Dwyane Wade er 67 dollarar eða 8300 íslenskar krónur. Það kostar hinsvegar aðeins 22,95 dollara að meðaltali að kaupa miða á heimaleiki Memphis-liðsins en næstdýrast er síðan að kaupa miða á leiki Washington Wizards (23.64 dollarar). Í samanburði við hinar stóru atvinnumannaíþróttirnar í Bandaríkjunum þá kostar ekki mikið að fara á NBA-leik. Meðalverð á miðum á leiki í ameríska fótboltanum er nefnilega 77,36 dollarar og það kostar að meðaltali 57,10 dollara að kaupa miða á íshokkíleiki. Miðaverðið á hafnarboltaleiki er hinsvegar aðeins 26,9 dollarar.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Fleiri fréttir Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Sjá meira