Efnahagsvandi Suður-Evrópu þyngist enn 17. febrúar 2012 11:58 Gríðarleg ólga hefur verið í Grikklandi en þessi mynd var tekin frá óeirðum sem þar voru þegar þingið reyndi að samþykkja niðurskurðaráætlarnir ESB og AGS. Mynd / Reuters Efnahagsvandinn í Suður-Evrópu þyngist enn. Atvinnuleysi í Portúgal er komið yfir 14 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa landsins birti í morgun. Vandamál Grikklands eru nú farin að smita út frá sér og valda nágrannaþjóðum sínum miklu tjóni. Hagstofa Portúgals birti í morgun nýjar atvinnuleysistölur og samkvæmt þeim er efnahagsvandinn í landinu síst að minnka. Atvinnuleysi mælist nú liðlega 14 prósent, sem er rúmlega fjórum prósentustigum yfir meðaltali Evrópusambandsins. Efnahagsvandi ríkja Suður-Evrópu, einkum Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar dýpkar nú sífellt og hafa leiðtogar evrulandanna mikla áhyggju af stöðu mál, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun. Grikkir hafa ekki enn fengið neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum afgreitt en vonir standa til þess að það geti gerst á mánudaginn. Grikkir hafa þegar afgreitt ríkisfjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir því miklum niðurskurði, en henni verður ekki hrint í framkvæmt formlega fyrr en neyðarlánið hefur verið veitt. Auk Portúgala og Grikkja eru Spánverjar í miklum vanda, en þar mælist atvinnuleysi nú tæplega 24 prósent, sem er það langsamlega mest meðal evruríkja. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Efnahagsvandinn í Suður-Evrópu þyngist enn. Atvinnuleysi í Portúgal er komið yfir 14 prósent, samkvæmt tölum sem Hagstofa landsins birti í morgun. Vandamál Grikklands eru nú farin að smita út frá sér og valda nágrannaþjóðum sínum miklu tjóni. Hagstofa Portúgals birti í morgun nýjar atvinnuleysistölur og samkvæmt þeim er efnahagsvandinn í landinu síst að minnka. Atvinnuleysi mælist nú liðlega 14 prósent, sem er rúmlega fjórum prósentustigum yfir meðaltali Evrópusambandsins. Efnahagsvandi ríkja Suður-Evrópu, einkum Grikklands, Ítalíu, Portúgals og Spánar dýpkar nú sífellt og hafa leiðtogar evrulandanna mikla áhyggju af stöðu mál, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í morgun. Grikkir hafa ekki enn fengið neyðarlán upp á 130 milljarða evra frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum afgreitt en vonir standa til þess að það geti gerst á mánudaginn. Grikkir hafa þegar afgreitt ríkisfjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir því miklum niðurskurði, en henni verður ekki hrint í framkvæmt formlega fyrr en neyðarlánið hefur verið veitt. Auk Portúgala og Grikkja eru Spánverjar í miklum vanda, en þar mælist atvinnuleysi nú tæplega 24 prósent, sem er það langsamlega mest meðal evruríkja.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira