Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2012 19:15 AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum. Brasilíumaðurinn Robinho skoraði tvö marka AC Milan en þau komu bæði eftir stoðsendingar Svíans Zlatan Ibrahimovic sem síðan innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu í lokin. Zlatan fiskaði vítið sjálfur. Fyrsta mark leiksins og það fallegasta skoraði hinsvegar Kevin Prince-Boateng. Þetta er stærsta tap Arsenal á útivelli í sögu liðsins í Meistaradeildinni en það má segja að öll vandamál liðsins í vetur hafi kristallast í þessum leik. Kevin Prince-Boateng kom AC Milan í 1-0 með frábæru marki á 15. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Antonio Nocerino. Boateng tók boltann á kassann og afgreiddi hann í slánna og inn. Nocerino var síðan nálægt því að skora sjálfur sjö mínútum síðar. Robinho bætti síðan við öðru mark á 38. mínútu með skalla rétt utan markteigs eftir frábæran undirbúning Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fann Robinho aftur eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik og Brasilíumaðurinn kom AC Milan í 3-0 með skoti rétt fyrir utan vítateig. Thierry Henry kom inn á í hálfleik en það breytti engu fyrir Arsenal-liðið og þriðja markið var algjört kjaftshögg. Zlatan Ibrahimovic innsiglaði síðan sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Johan Djourou braut á Zlatan í teignum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum. Brasilíumaðurinn Robinho skoraði tvö marka AC Milan en þau komu bæði eftir stoðsendingar Svíans Zlatan Ibrahimovic sem síðan innsiglaði sigurinn úr vítaspyrnu í lokin. Zlatan fiskaði vítið sjálfur. Fyrsta mark leiksins og það fallegasta skoraði hinsvegar Kevin Prince-Boateng. Þetta er stærsta tap Arsenal á útivelli í sögu liðsins í Meistaradeildinni en það má segja að öll vandamál liðsins í vetur hafi kristallast í þessum leik. Kevin Prince-Boateng kom AC Milan í 1-0 með frábæru marki á 15. mínútu eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Antonio Nocerino. Boateng tók boltann á kassann og afgreiddi hann í slánna og inn. Nocerino var síðan nálægt því að skora sjálfur sjö mínútum síðar. Robinho bætti síðan við öðru mark á 38. mínútu með skalla rétt utan markteigs eftir frábæran undirbúning Zlatan Ibrahimovic. Zlatan fann Robinho aftur eftir aðeins fjórar mínútur í seinni hálfleik og Brasilíumaðurinn kom AC Milan í 3-0 með skoti rétt fyrir utan vítateig. Thierry Henry kom inn á í hálfleik en það breytti engu fyrir Arsenal-liðið og þriðja markið var algjört kjaftshögg. Zlatan Ibrahimovic innsiglaði síðan sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar Johan Djourou braut á Zlatan í teignum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira