Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin.
Sigurmark Alexandre Lacazette kom á 58. mínútu leiksins en skot hans fór þá af varnarmanni og yfir markvörð APOEL Nicosia og í markið.
APOEL Nicosia kom öllum á óvörum með því að vinna sinn riðil og verða fyrsta félagið frá Kýpur sem kemst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Varnarmúr liðsins var þéttur en liðið hafði ekki heppnina með sér í sigurmarkinu.
Seinni leikur liðanna fer fram á Kýpur 7. mars.
Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Þeir bestu (3. sæti): Sannkallaður Benjamin Button
Íslenski boltinn



Hólmbert skiptir um félag
Fótbolti

Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs
Körfubolti

„Ég er svo pirruð, ég er svo pirruð“
Fótbolti