Erna Guðrún Björnsdóttir er á leiðinni í fitnesskeppni á Arnold Classic líkamsræktarmótinu í Ohio í Bandaríkjunum 1. mars næstkomandi. Í meðfylgjandi myndskeiði lýsir Erna í smáatriðum hvað hún borðar og hvernig hún æfir fyrir mótið.
Erna er öguð þegar kemur að mataræðinu því hún borðar á tveggja tíma fresti sem hún segir vera nauðsynlegt ef hún ætlar að ná árangri. Þá drekkur hún Aloa Vera King djús þess á milli sem er hreinsandi, lífrænn og án allra aukaefna.
Sjá meira um djúsinn hér.
Skoða heimasíðu mótsins hér.
Lífið