Fréttaskýring: Að duga eða drepast fyrir Grikki Magnús Halldórsson skrifar 13. febrúar 2012 23:54 Lucas Papademos, hagfræðingur með áralanga reynslu úr evrópska seðlabankanum, tók við stjórnartaumunum í Grikklandi á sögulegum tímum. Hann reynir nú hvað hann getur til þess að styrkja efnahag landsins. „Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu," sagði Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Svo fór að lokum, eftir langt samningaferli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, að áætlunin var samþykkt seinni partinn í gær. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn Papademos sögðu af sér þegar áætlunin var í fæðingu en þeir sögðust ekki getað stutt áætlunina, þar sem hún hefði slæmar afleiðingar fyrir Grikki.Snýst um neyð Grikkir voru, og eru, í efnahagslegri neyð og áætlunin í ríkisfjármálum snýst um að endurvinna traust lánveitenda og koma ríkisrekstrinum á rétta braut. Það verður ekki auðvelt verk, ef marka má frásagnir breska ríkisútvarpsins BBC og útbreiddasta og eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, Wall Street Journal. Einkum eru það áhyggjur af pólitískri stöðu Grikklands sem veldur áhyggjum. Grikkir hafa nefnilega áður samþykkt áætlanir um tiltekt í ríkisfjármálum, án þess að nokkuð hafi breyst. Í Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að fjárfestar séu ánægðir með að áætlunin hafi verið samþykkt, en þó nokkuð vanti upp á enn svo að traust vinnist til baka.Fjórir meginþættir Áætlun Grikkja, sem er forsendan fyrir 130 milljarða neyðarlánveitingum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins, er í meginatriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi verður fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Það á að aðlaga launakostnað hjá ríkinu hratt að nýjum veruleika. Í öðru lagi verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð úr 751 evru á mánuði, eða sem jafngildir um 120 þúsund krónum á mánuði, í 600 evrur, um 95 þúsund krónur. Þetta á einnig að lækka kostnað, en um leið að lágmarka atvinnuleysi. Í þriðja lagi verða gerðar miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins, sem margir segja að sé í molum. Markmið þeirra breytinga verður að lækka kostnað ríkisins um 15 prósent, en endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Hún verður unnin í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fjórða lagi er það síðan samkomulag við kröfuhafaráð Grikklands, það er fulltrúa þeirra banka og fjárfestingasjóða sem eiga skuldabréf útgefin af gríska ríkinu. Líklegt þykir að um helmingur skulda landsins verði afskrifaður, samkvæmt skrifum WSJ. Það byggir á því að fjárfestar hafa enga trú á því að Grikkir geti borgað skuldir sínar til baka eins og staðan er nú.Langtímaverkefni Ljóst þykir að erfið ár séu framundan hjá Grikkjum. Í lok árs 2010 voru skuldir Grikklands 182,2 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt gagnagrunni The Economist. Það er hátt á alla mælikvarða, en einkar alvarlegt hjá Grikkjum, því skattkerfi landsins þykir eitt það óskilvirkasta sem fyrirfinnst í heiminum. Á vefsíðu sama tímarits er haft eftir hagfræðingum að mikil óvissa sé fyrir hendi þegar kemur að félagslegum áhrifum kreppunnar í landinu. Atvinnuleysi mun fara yfir 20 prósent þegar uppsagnir ríkisins verða komnar til framkvæmda, og ekki miklar líkur á að einkafyrirtæki í Grikklandi getið knúið hagkerfið til hagvaxtar nema þá eftir þó nokkur ár. Að því leytinu til er að duga eða drepast fyrir Grikki, því þrátt fyrir fyrrnefnt samkomulag þá hefur hættunni á allsherjargjaldþroti landsins ekki enn verið afstýrt. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
„Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu," sagði Lucas Papademos, forsætisráðherra Grikklands, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Svo fór að lokum, eftir langt samningaferli stjórnmálamanna úr öllum flokkum, að áætlunin var samþykkt seinni partinn í gær. Fimm ráðherrar úr ríkisstjórn Papademos sögðu af sér þegar áætlunin var í fæðingu en þeir sögðust ekki getað stutt áætlunina, þar sem hún hefði slæmar afleiðingar fyrir Grikki.Snýst um neyð Grikkir voru, og eru, í efnahagslegri neyð og áætlunin í ríkisfjármálum snýst um að endurvinna traust lánveitenda og koma ríkisrekstrinum á rétta braut. Það verður ekki auðvelt verk, ef marka má frásagnir breska ríkisútvarpsins BBC og útbreiddasta og eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, Wall Street Journal. Einkum eru það áhyggjur af pólitískri stöðu Grikklands sem veldur áhyggjum. Grikkir hafa nefnilega áður samþykkt áætlanir um tiltekt í ríkisfjármálum, án þess að nokkuð hafi breyst. Í Wall Street Journal (WSJ) kemur fram að fjárfestar séu ánægðir með að áætlunin hafi verið samþykkt, en þó nokkuð vanti upp á enn svo að traust vinnist til baka.Fjórir meginþættir Áætlun Grikkja, sem er forsendan fyrir 130 milljarða neyðarlánveitingum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til landsins, er í meginatriðum fjórþætt. Í fyrsta lagi verður fimmtán þúsund opinberum starfsmönnum sagt upp störfum. Það á að aðlaga launakostnað hjá ríkinu hratt að nýjum veruleika. Í öðru lagi verða lægstu laun opinberra starfsmanna lækkuð úr 751 evru á mánuði, eða sem jafngildir um 120 þúsund krónum á mánuði, í 600 evrur, um 95 þúsund krónur. Þetta á einnig að lækka kostnað, en um leið að lágmarka atvinnuleysi. Í þriðja lagi verða gerðar miklar breytingar á lífeyrissjóðakerfi landsins, sem margir segja að sé í molum. Markmið þeirra breytinga verður að lækka kostnað ríkisins um 15 prósent, en endanleg útfærsla liggur ekki fyrir. Hún verður unnin í samvinnu við sérfræðinga Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Í fjórða lagi er það síðan samkomulag við kröfuhafaráð Grikklands, það er fulltrúa þeirra banka og fjárfestingasjóða sem eiga skuldabréf útgefin af gríska ríkinu. Líklegt þykir að um helmingur skulda landsins verði afskrifaður, samkvæmt skrifum WSJ. Það byggir á því að fjárfestar hafa enga trú á því að Grikkir geti borgað skuldir sínar til baka eins og staðan er nú.Langtímaverkefni Ljóst þykir að erfið ár séu framundan hjá Grikkjum. Í lok árs 2010 voru skuldir Grikklands 182,2 prósent af landsframleiðslu, samkvæmt gagnagrunni The Economist. Það er hátt á alla mælikvarða, en einkar alvarlegt hjá Grikkjum, því skattkerfi landsins þykir eitt það óskilvirkasta sem fyrirfinnst í heiminum. Á vefsíðu sama tímarits er haft eftir hagfræðingum að mikil óvissa sé fyrir hendi þegar kemur að félagslegum áhrifum kreppunnar í landinu. Atvinnuleysi mun fara yfir 20 prósent þegar uppsagnir ríkisins verða komnar til framkvæmda, og ekki miklar líkur á að einkafyrirtæki í Grikklandi getið knúið hagkerfið til hagvaxtar nema þá eftir þó nokkur ár. Að því leytinu til er að duga eða drepast fyrir Grikki, því þrátt fyrir fyrrnefnt samkomulag þá hefur hættunni á allsherjargjaldþroti landsins ekki enn verið afstýrt.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira