Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum Hafdísar Huldar, sem er gengin rúma fjóra mánuði með sitt fyrsta barn, á Gljúfrasteini sem haldnir voru í tengslum við Safnanótt í gærkvöldi.
Kærasti Hafdísar, tónlistarmaðurinn Alisdair Wright, spilaði undir á gítar á meðan hún söng meðal annars lög af væntanlegri plötu með vögguvísum.
„Það hittir svo á að nýja platan kemur út í byrjun sumars, eða á svipuðum tíma og barnið kemur í heiminn. Ég get ekki sagt að við höfum skipulagt það þannig en það hittir einstaklega vel á," sagði Hafdís í samtali við Fréttablaðið.
Söngkonan sló á létta strengi á millil laga og áritaði diska á stofugólfinu á Gljúfrasteini eins og sjá má á myndunum.
Barnshafandi Hafdís Huld í góðum fíling

Mest lesið




Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari
Bíó og sjónvarp






Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga
Lífið samstarf