FIH bankinn í Danmörku tapaði 1,2 milljörðum danskra króna á síðasta ári, eða um 26 milljörðum króna.
Í tilkynningu um uppgjörið segir að niðurstaðan skýrist að stórum hluta af eignarhlut bankans í skartgripafyrirtækinu Pandóru sem bankinn átti stórann hlut í.
Ljóst er að rekstur bankans verður erfiður á þessu ári og því næsta. Stærstu höfuðverkurinn er endurfjármögnun á 44 milljarða danskra króna ríkisábyrgð sem veitt var bankanum í kreppunni. Þetta fé getur bankinn ekki sótt á almenna markaði þar sem lánshæfiseinkunn FIH er í ruslflokki.
Eins og fram hefur komið í fréttum seldi Seðlabankinn FIH bankann fyrir rúmu ári síðan. Greiðsla á helmingi af söluverðinu sem var um 500 milljónir evra er bundið gengi FIH bankans fram til ársins 2014.
FIH bankinn tapaði 26 milljörðum í fyrra

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent

Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf