Eignir Carlos Slim á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands 29. febrúar 2012 06:45 Carlos Slim er langsamlega ríkasti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista Forbes tímaritsins. Ríkasti maður veraldar, samkvæmt uppfærðum lista Forbes, er Mexíkóinn Carlos Slim. Eignir hans eru metnar á 74 milljarðar dollara, eða sem nemur ríflega níu þúsund milljörðum króna. Það jafnast á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands. Slim er í dag langsamlega ríkasti maður heims en næsti maður á eftir honum, Bill Gates stjórnarformaður Microsoft, er talinn eiga eignir upp á 56 milljarða dollara. Slim stækkaði eignasafn sitt um 20,5 milljarða dollara í fyrra sem kom mörgum á óvart. Þar vega þungt fasteignaverkefni hans í Mexíkó og námuiðnaður víða í Suður-Ameríku. En eignasafn hans í skráðum félögum í Mexíkó ávaxtaðist um 19 prósent í fyrra. Kjarnastarfsemi hans byggir á fjarskiptafyrirtækjum í Suður-Ameríku, en Slim og fjölskylda hans á 62 prósent hlut í America Movil, sem er stærsta fjarskiptafyrirtækið í Mexíkó. Slim er meðal stærstu eiganda bandaríska stórblaðsins The New York Times auk þess að vera stærsti einstaki hluthafi Saks smásölukeðjunnar. Að öðru leyti hefur hann ekki mikið fjárfest í bandarísku efnahagslífi. Slim opnaði nýlega stærsta listaverkasafn Mexíkó, Soumaya safnið. Á því er finna marga verðmæta dýrgripi en Slim ákvað að hafa frítt inn allt árið um kring fyrir almenning í Mexíkó. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Ríkasti maður veraldar, samkvæmt uppfærðum lista Forbes, er Mexíkóinn Carlos Slim. Eignir hans eru metnar á 74 milljarðar dollara, eða sem nemur ríflega níu þúsund milljörðum króna. Það jafnast á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands. Slim er í dag langsamlega ríkasti maður heims en næsti maður á eftir honum, Bill Gates stjórnarformaður Microsoft, er talinn eiga eignir upp á 56 milljarða dollara. Slim stækkaði eignasafn sitt um 20,5 milljarða dollara í fyrra sem kom mörgum á óvart. Þar vega þungt fasteignaverkefni hans í Mexíkó og námuiðnaður víða í Suður-Ameríku. En eignasafn hans í skráðum félögum í Mexíkó ávaxtaðist um 19 prósent í fyrra. Kjarnastarfsemi hans byggir á fjarskiptafyrirtækjum í Suður-Ameríku, en Slim og fjölskylda hans á 62 prósent hlut í America Movil, sem er stærsta fjarskiptafyrirtækið í Mexíkó. Slim er meðal stærstu eiganda bandaríska stórblaðsins The New York Times auk þess að vera stærsti einstaki hluthafi Saks smásölukeðjunnar. Að öðru leyti hefur hann ekki mikið fjárfest í bandarísku efnahagslífi. Slim opnaði nýlega stærsta listaverkasafn Mexíkó, Soumaya safnið. Á því er finna marga verðmæta dýrgripi en Slim ákvað að hafa frítt inn allt árið um kring fyrir almenning í Mexíkó.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur