Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur 28. febrúar 2012 00:28 Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira