Mikil spenna fyrir Óskarnum 26. febrúar 2012 12:45 Bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Golden Globes Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur.
Golden Globes Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira