Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:45 Kipyego kemur fyrstur í mark í kuldalegri Tókíó í nótt. Nordic Photos / Getty Images Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja. Erlendar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Sjá meira
Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja.
Erlendar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Las sjálfshjálparbók í miðjum leik Sport „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Fótbolti Fleiri fréttir Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Sjá meira