"Apple á meira en nóg af peningum" 24. febrúar 2012 12:47 mynd/AP Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook. Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Cook, forstjóri Apple, sagði í gær að stjórn fyrirtækisins íhugi nú að greiða hluthöfum arð. Hann sagði að Apple hafi meira en nóg af peningum til ráðstöfunar. Talið er að Apple eigi um 98 milljarða dollara. „Stjórnin íhugar nú málið," sagði Cook. „Þetta er þó ekki eitt af þeim tilfellum þar sem allir eru sammála." Apple hætti að greiða hluthöfum sínum arð árið 1995. Miklir erfiðleikar einkenndu rekstur fyrirtækisins á þeim tíma og þótti nauðsynlegt að halda í allan þann pening sem kom inn í fyrirtækið. Svo bagalegt var ástand Apple að árið 1997 þurfti fyrirtækið að leita til síns helsta keppinautar eftir aðstoð. Microsoft lánaði Apple 150 milljón dollara. Það var á þessum tíma sem Steve Jobs var á ný ráðinn til starfa hjá Apple. Steve Jobs, stofnandi og fyrrverandi forstjóri Apple, var ávallt mótfallinn ársfjórðungslegum greiðslum til hluthafa. Undir stjórn Jobs tókst Apple því að safna gríðarlegu ráðstöfunarfé. Ummæli Tim Cooks í gær gefa því til kynna að breyttir tímar séu hjá Apple. „Í sannleika sagt höfum við meira en nóg af peningum til að reka fyrirtækið næstu árin," sagði Cook.
Mest lesið Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent