Jeremy Lin, leikstjórnandi New York Knicks í NBA-deildinni, er áfram heitasta nafnið í bandarísku íþróttalífi og það kemur vel í ljós á forsíðu hins virta íþróttablaðs Sports Illustrated sem skellti stráknum á forsíðuna aðra vikuna í röð.
Jeremy Lin er fyrsti íþróttamaðurinn úr liði frá New York sem nær þessu frá því að farið var að gefa út blaðið 1954. Hetjur eins og Mickey Mantle, Joe Namath, Eli Manning og Patrick Ewing náðu því aldrei.
Lin er tólfti íþróttamaðurinn frá árinu 1990 sem nær því að vera á forsíðu Sports Illustrated tvær vikur í röð en sá síðasti var Dirk Nowitzki á meðan úrslitakeppninni stóð síðasta sumar.
Lin myndi síðan jafna met Michael Jordan yrði hann á forsíðu Sports Illustrated þriðju vikuna í röð.
Jeremy Lin á forsíðu Sports Illustrated aðra vikuna í röð
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent
Enski boltinn



Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði
Íslenski boltinn

Hildur fékk svakalegt glóðarauga
Fótbolti

„Komum Gylfa Þór meira í boltann“
Fótbolti

Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“
Íslenski boltinn