Útlitið dökkt hjá Chelsea eftir tap í Napoli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:59 Mynd/Nordic Photos/Getty Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira
Andre Villas-Boas og hans menn hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea urðu fyrir enn einu áfallinu í kvöld er liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, 3-1. Chelsea á vitanlega síðari leikinn eftir á heimavelli og dugir þar 2-0 sigur til að komast áfram en miðað við frammistöðu liðsins í kvöld og reyndar síðustu vikur einnig er ekki mikið sem bendir til þess að liðið verði í pottinum þegar dregið verður í fjórðungsúrslit keppninnar. Juan Mata kom reyndar Chelsea yfir í kvöld eftir mistök í varnarleik Napoli en Paolo Cannovaro, fyrirliða Napoli, mistókst að hreinsa boltann frá marki. En varnarmistökin áttu eftir að verða fleiri í leiknum og flest frá varnarmönnum Chelsea. Þeir áttu hreint skelfilegan dag og sakna greinilega John Terry sem verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla. Ezequiel Lavazzi jafnaði metin á 37. mínútu eftir að hafa gabbað Raul Meireles upp úr skónum með hnitmiðuðu skoti utan vítateigs. Edinson Cavani stakk sér svo inn fyrir varnarlínu Chelsea í uppbótartíma fyrri hálfleiks og kom sínum mönnum yfir eftir laglega sendingu Gökhan Inler. Chelsea var svo stálheppið að fá aðeins eitt mark á sig í seinni hálfleik en það kom á 64. mínútu. Lavezzi var þar aftur af verki eftir að Cavani hafði unnið boltann af David Luiz og leikið á Petr Cech markvörð sem var kominn langt út úr eigin marki. Ashley Cole bjargaði svo á marklínu undir lok leiksins og sá til þess að Chelsea á í það minnsta raunhæfan möguleika á að komast enn áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Mikið hefur verið fjallað um starfsöryggi Andre Villas-Boas knattspyrnustjóra og mun það sjálfsagt ekki minnka eftir þennan leik. Hann ákvað að vera með Cole, Frank Lampard og Michael Essien á bekknum en þeir komu allir inn á sem varamenn í dag. Síðari leikur þessara liða fer fram í Lundúnum þann 14. mars næstkomandi.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Sjá meira