Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:16 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Fleiri fréttir Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira