John Terry, fyrirliði Chelsea, verður ekki með liðinu í kvöld þegar liðið mætir Napoli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Terry missir væntanlega líka af landsleik Englendinga og Hollendinga í næstu viku.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, lét John Terry æfa í gær í von um að hann yrði með í leiknum og Chelsea-menn voru bjartsýnir að fyrirliðinn yrði með í þessum mikilvæga og erfiða útileik í Napoli.
Þegar Terry vaknaði í morgun var hann hinsvegar að drepast í hnénu en þetta eru sömu meiðsli og hafa haldið honum frá síðustu fjórum leikjum Chelsea.
Það verða því væntanlega David Luiz og Gary Cahill sem spila saman í miðri vörn Cheslea í leiknum í kvöld.

