Grikkland gengur nú í gegnum mestu efnahagserfiðleika í sögu landsins. Samkvæmt frásögn breska ríkisútvarpsins BBC og Wall Street Journal, er það talið ráðast endanlega í dag, á fundi með hvort það tekst að afstýra gjaldþroti landsins.
Ríkisfjármálaáætlun fyrir landið hefur þegar verið samþykkt í gríska þinginu en með henni freistar landið þess að geta fengið 130 milljarða evra að láni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til þess að afstýra gjaldþroti landsins.
Breska ríkisútvarpið tók í morgun saman nokkrar staðreyndir sem sýna mikla samfélagslega erfiðleika Grikklands.
Atvinnuleysi mælist 20,9 prósent.
Á meðal ungs fólks, á aldrinum 18 til 30 ára, er atvinnuleysið 48 prósent.
Heimilislausum hefur fjölgað um 25 prósent á þremur árum.
Tæplega 28 prósent Grikkja eru í hættu á því að lenda í hóp fátækra samkvæmt opinberri skilgreiningu.
Einn af hverjum fimm sem er í hópi fátækra hefur ekki efni á mat.
Fimm þúsund Grikkir hringdu í hjálparlínu þeirra sem eru í sjálfsvígshugleiðingum á árinu 2011, sem er tvöföldun frá metári 2010.
Sláandi staðreyndir um samfélagslegan vanda Grikklands

Mest lesið

„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent


Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent
