Fótbolti

Ranieri fær fullan stuðning frá forseta Inter

Þrátt fyrir hörmulegt gengi upp á síðkastið ætlar Massimo Moratti, forseti Inter, að standa þétt við bakið á þjálfara félagsins, Claudio Ranieri.

Inter er búið að spila sjö leiki í röð án þess að vinna og ljóst að það var orðið heitt undir Ranieri.

"Það er ekki auðvelt fyrir þjálfara að lesa um það í blöðunum á hverjum degi að það sé nýr þjálfari á leiðinni. Sérstaklega í ljósi þess að við höfum ekki rætt við neinn annan þjálfara," sagði Moratti.

"Ranieri er fagmaður og heldur áfram með sína vinnu. Hann hefur allan minn stuðning til þess þó svo það séu erfiðir tímar. Við munum styðja hvorn annan og vinna okkur í gegnum þennan skafl."

Þó svo Ranieri fái að klára tímabilið eru ekki taldar miklar líkur á því að hann verði enn við stjörnvölinn næsta haust. Þá er fastlega búist við því að Andre Villas-Boas, fyrrum stjóri Chelsea, verði sestur í þjálfarastól félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×