Gosdrykkjaframleiðendurnir Coca Cola og Pepsi í Bandaríkjunum hafa ákveðið að breyta lítillega uppskriftum sínum að kóladrykkjum til að koma í veg fyrir að þurfa að merkja þá með krabbameinsviðvörun í Kaliforníu.
Um er að ræða karamellulitarefni sem tekið verður úr uppskriftunum en tilraunir á músum hafa leitt í ljós að efnið geti verið krabbameinsvaldandi. Því ákváðu heilbrigðisyfirvöld í Kaliforníu að bæta þessu efni, kallað 4-Mei, á lista yfir krabbameinsvaldandi efni.
Í framhaldi af því ákváðu Coca Cola og Pepsi að taka litarefnið úr kóladrykkjum sínum um allan heim.
Coca Cola og Pepsi breyta uppskriftum sínum
