Ecclestone vill gefa litlu liðunum tækifæri Birgir Þór Harðarson skrifar 7. mars 2012 14:15 Bernie Ecclestone er maðurinn með peningana í Formúlu 1. nordicphotos/afp Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, vill gefa minni liðum tækifæri til að vera samkeppnishæfari í þeim harða heimi sem þessi efsta deild mótorsports er. "Ef við takmörkum nauðsyn liðanna til að eyða peningum, gætu litlu liðin vel staðið sig betur," sagði Bernie í viðtali við Sky Sports. "Það sem ég hef lagt til er að neðstu liðin í deildinni fái til afnota bílana sem heimsmeistararnir notuðu árið áður." Ecclestone hefur í mörg ár reynt að skapa vænlegra umhverfi fyrir ný og fátækari lið til að ná árangri í Formúlu 1. Til að ná fram þessum markmiðum sínum hefur hann unnið náið með FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandinu) um víðtækar reglubreytingar til að takmarka kostnaðinn við að reka lið. Þessar hugmyndir Bernie um að færa litlu liðinum bestu bíla ársins á undan eru þó með þeim róttækari sem þessi 81 árs gamli refur hefur lagt til. Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, vill gefa minni liðum tækifæri til að vera samkeppnishæfari í þeim harða heimi sem þessi efsta deild mótorsports er. "Ef við takmörkum nauðsyn liðanna til að eyða peningum, gætu litlu liðin vel staðið sig betur," sagði Bernie í viðtali við Sky Sports. "Það sem ég hef lagt til er að neðstu liðin í deildinni fái til afnota bílana sem heimsmeistararnir notuðu árið áður." Ecclestone hefur í mörg ár reynt að skapa vænlegra umhverfi fyrir ný og fátækari lið til að ná árangri í Formúlu 1. Til að ná fram þessum markmiðum sínum hefur hann unnið náið með FIA (Alþjóða akstursíþróttasambandinu) um víðtækar reglubreytingar til að takmarka kostnaðinn við að reka lið. Þessar hugmyndir Bernie um að færa litlu liðinum bestu bíla ársins á undan eru þó með þeim róttækari sem þessi 81 árs gamli refur hefur lagt til.
Formúla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira