Fanndís tryggði stelpunum sigur á Kína | Mæta Dönum í leik um 5. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2012 15:08 Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér leik um fimmta sætið á Algarve-bikarnum eftir 1-0 sigur á Kína í dag í lokaleik sínum í riðlinum. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmarkið ellefu mínútum fyrir leikslok. Íslenska liðið, hafði eins og Kína, tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu en mætir nú Danmörku í leik um fimmta sætið á miðvikudaginn. Danir unnu 1-0 sigur á Noregi fyrr í dag og tryggði sér með því þriðja sætið í hinum riðlinum. Fanndís kom inn á sem varamaður fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur á 64. mínútu en sigurmarkið skoraði hún á 79. mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu frá Hólmfríður Magnúsdóttir. Hólmfríður hefur þar með lagt upp bæði mörk íslenska liðsins á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu frá leiknum.Leik lokið - Íslensku stelpurnar unnu 1-0 sigur á Kína og tryggðu sér með því þriðja sætið í riðlinum og um leið leik um fimmta sætið á mótinu. Íslenska liðið þurfti sigur til að hafna ofar en Kína og stelpurnar sýndu það á lokakaflanum að þær ætluðu sér í leikinn um fimmta sætið. ísland mætir þar Danmörku á miðvikudaginn.90. mínúta - Þýskaland vann 4-0 sigur á Svíþjóð í hinum leik riðilsins og tryggði sér sæti í úrslitaleiknum á móti Japan. Célia Okoyino da Mbabi skoraði þrennu og Alexandra Popp innsiglaði sigurinn undir lokin. Sænsku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í leik um þriðja sætið.79. mínúta - Íslensku stelpurnar komast yfir og ætla að tryggja sér leik við Dani um þriðja sætið í mótinu Varamaðurinn Fanndís Friðriksdóttir skoraði markið. Fanndís skorar af öryggi eftir stungusendingu frá Hólmfríði en tveimur mínútum áður hafði Harpa átt hælspyrnu, eftir hornspyrnu, sem bjargað var á marklínu.75. mínúta - Liðið sem hafnar í þriðja sæti í A riðli mætir Dönum í leik um 5. sætið en Kína nægir jafntefli til þess að tryggja sér þriðja sætið. Liðin sem hafna í neðstu sætunum í A og B riðli leika við tvær efstu þjóðirnar í C riðli um sæti og eins og er stefnir í það að það verði hlutskipti íslenska liðsins.68. mínúta - Sigurður Ragnar hefur gert tvær breytingar á stuttum tíma. Fanndís Friðriksdóttir kom inn fyrir Gretu Mjöll á 64. mínútu og fjórum mínútum síðar fór Margrét Lára Viðarsdóttir út og Harpa Þorsteinsdóttir kom inn fyrir hana. Enn heldur tíðindalítið, íslenska liðið fékk 3 hornspyrnu á fjögurra mínútna kafla en þær sköpuðu ekki teljandi hættu.64. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að innsigla þrennu sína og svo gott sem tryggja Þjóðverjum sigur á Svíum í hinum leik riðilsins en Þýskaland er 3-0 yfir á móti Svíþjóð þegar tæpur hálftími er eftir.50. mínúta - Fyrsta breytingin hjá íslenska liðinu. Stjörnukonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kemur inn á fyrir Rakel Hönnudóttur. Gunnhildur Yrsa kemur inn á miðjuna og Guðný fer aftur í bakvörðinn í stað Rakelar.Seinni hálfleikurinn er hafinn.Hálfleikur - Það er markalaust í hálfleik. Á síðustu mínútu hálfleiksins hafnaði boltinn í neti Kínverja eftir hornspyrnu en markið var hinsvegar dæmt af þrátt fyrir mikil mótmæli íslensku leikmannanna. Líklegast að dæmt hafi verið á brot á markverði Kínverja.40. mínúta - Það er enn markalaust í leiknum en íslenska liðið hefur verið heldur hættulegra í sínum sóknaraðgerðum. Kínverjar hafa fengið aðra hornspyrnu og voru rétt í þessu að gera sína þriðju breytingu í fyrri hálfleiknum þannig að mexíkóski dómarinn bætir líklega nokkrum mínútum við í uppbótartíma.30. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi er í miklu stuði því hún er búin að skora sitt annað mark og þær þýsku eru því komnar í 2-0 á móti Svíþjóð. Leikirnir í B-riðli eru líka búnir. Japan vann Bandaríkin 1-0 og Danmörk vann Noreg 1-0. Japanar spila því til úrslita á mótinu á móti væntanlega Þýskalandi ef ekkert breytst í leik Þjóðverja ig Svía.26. mínúta - Margrét Lára Viðarsdóttir á skot úr stöngina úr aukaspyrnu utan af kanti. "Skotfyrgjöf" hennar hafnaði í stönginni áður en Kínverjar náðu að bægja hættunni frá. Tækifærin annars af skornum skammti samkvæmt fésbókarsíðu KSÍ en mikil barátta er hinsvegar í leiknum og hafa tvær kínverskar stelpur þurft að yfirgefa völlinn.25. mínúta - Célia Okoyino da Mbabi var að koma Þýskalandi í 1-0 á móti Svíum með þrumuskalla eftir hornspyrnu. Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum.22. mínúta - Leikurinn hjá Íslandi og Kína fer rólega af stað og eftir 20 mínútur hafa engin færi litið dagsins. Ein hornspyrna litið dagsins ljós og var hún kínversk.20. mínúta - Staðan er enn markalaust hjá íslensku stelpunum en heimsmeistarar Japans voru að komast í 1-0 á 83. mínútu á móti Bandaríkjunum í hreinum úrslitaleik um sigurinn í hinum riðlinum. Danir eru að vinna Norðmenn 1-0 en þessir leikir hófust klukkan 14.00.15. mínúta - Það er enn markalaust hjá íslensku stelpunum alveg eins og í leik Svíþjóðar og Þýskalands sem fer fram á sama tíma. Leikur Svía og Þjóðverja er sýndur beint á Eurosport.Leikurinn er hafinn á Estádio Municipal de Lagos.Fyrir leik - Það styttist í leikinn og íslensku stelpurnar eru klárar í slaginn. Aðstæður eru sem fyrr hinar ákjósanlegustu en leikið er á sama velli og gegn Þjóðverjum í fyrsta leik en íslenska liðið tapaði þá naumlega 0-1.Fyrir leik - Leikur Íslands og Kína hefst klukkan 15.30 og á sama tíma spila Þýskaland og Svíþjóð um sigurinn í riðlinum. Efsta sætið í riðlinum kemur liðinu í úrslitaleikinn á móti annaðhvort Bandaríkjunum eða Japan.Fyrir leik - Sigurvegari leiksins í dag tryggir sér þriðja sætið í A-riðlinum og þar með sæti í leiknum um fimmta sætið á móti annaðhvort Danmörku eða Noregi. Það lið sem endar í 4. sætið leikur við lið úr neðri hluta keppninnar.Fyrir leik - Kína er búið að tapa 0-1 í tveimur fyrstu leikjum sínum í Algarvebikarnum. Þýsku stelpurnar skoruðu sigurmark sitt úr vítaspyrnu á 33. mínútu en sigurmark þeirra sænsku kom ekki fyrr en sjö mínútum fyrir leikslok.Fyrir leik - Sex leikmenn íslenska liðsins hafa verið í byrjunarliðinu í öllum þremur leikjunum en það eru Hallbera Guðný Gísladóttir, Katrín Jónsdóttir, Rakel Hönnudóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir,Fyrir leik - Íslensku stelpurnar unnu 2-1 sigur á Kína á Algarve í fyrra. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þá bæði mörkin eftir að kínverska liðið hafði komist yfir á 21. mínútu. Fyrra mark Margrétar kom beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mikið einstaklingsframtak.Fyrir leik - Guðbjörg Gunnarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir og Mist Edvardsdóttir voru allar í byrjunarliðinu á móti Svíum en eru núna á bekknum. Fanndís og Mist voru búnar að byrja tvo fyrstu leikina.Fyrir leik - Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari gerir alls fjórar breytingar á byrjunarliði sínu frá því í leiknum við Svía á föstudaginn en Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið ásamt systrunum teimur úr Eyjum, Margrét Láru og Elísu.Fyrir leik - Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aftur inn í byrjunarliðið og systir hennar Elísa Viðarsdóttir byrjar sinn fyrsta A-landsleik. Þetta er því í fyrsta sinn sem systurnar úr Eyjum eru saman í byrjunarliði A-landsliðsins og jafnframt í fyrsta sinn sem þær byrja saman alvöru leik.Byrjunarlið Íslands á móti Kína:Markvörður: Þóra Björg HelgadóttirVinstri bakvörður: Hallbera Guðný GísladóttirMiðverðir: Katrín Jónsdóttir fyrirliði og Elísa Viðarsdóttir.Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.Vinstri kantur: Greta Mjöll SamúelsdóttirMiðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Guðný Björk ÓðinsdóttirHægri kantur: Dóra María LárusdóttirSóknarmenn: Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira