Deron Williams hjá NJ Nets var maður næturinnar í NBA-deildinni er hann skoraði 57 stig í naumum sigri Nets á Charlotte. Enginn leikmaður hefur skorað eins mikið í einum leik í vetur. Kevin Durant hafði þar til í nótt skorað mest eða 51 stig.
Þetta var þess utan persónulegt stigamet hjá Williams í einum leik. Williams skoraði 22 stig í þriðja leikhluta er Nets kom til baka eftir að hafa verið undir í hálfleik.
Derrick Rose skoraði síðan 35 stig fyrir Chicago í sjötta sigri liðsins í röð á Philadelphia. Þetta var hæsta stigaskor Rose í vetur.
Úrslit:
Boston-NY Knicks 115-111
LA Lakers-Miami 93-83
Toronto-Golden State 83-75
Charlotte-NJ Nets 101-104
Philadelphia-Chicago 91-96
Houston-LA Clippers 103-105
Phoenix-Sacramento 96-88
San Antonio-Denver 94-99

