Sex leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag og þar ber helst að nefna frábæran sigur Lazio á Roma.
Napoli vann flottan sigur gegn Parma 2-1 á útivelli en Edinson Cavani og Ezequiel Lavezzi gerðu mörk Napoli. Cavani misnotaði eina vítaspyrnu í leiknum.
Lazio vann frábæran sigur 2-1 gegn Roma á Ólympíuleikvanginum í Róm en Anderson Hernanes og Stefano Mauri gerðu mörk Lazio í leiknum.
Lazio er í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig á meðan Roma er tíu stigum á eftir með í sjötta sætinu með 38 stig. AC Milan er í efsta sæti deildarinnar með 54 stig og Juventus í því öðru með 51 stig.
Úrslit dagsins:
Parma - Napoli - 1 - 2
AS Roma - Lazio - 1 - 2
Fiorentina - Cesena - 2 - 0
Lecce - Genoa - 2 - 2
Siena - Cagliari - 3 - 0
Udinese - Atalanta - 0 - 0
Lazio bar sigur úr býtum gegn Roma | Úrslit dagsins í ítalska

Mest lesið




„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti

Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við
Enski boltinn


Þórir ráðinn til HSÍ
Handbolti


Tímabilinu líklega lokið hjá Orra
Fótbolti
