Hertha Berlin vann loksins sigur í þýsku úrvalsdeildinni eftir sex tapleiki í röð og tólf leiki í röð án sigurs. Liðið vann Werder Bremen í dag, 1-0.
Nikita Rukavytsya skoraði sigurmark Herthu á 62. mínútu en liðið komst með sigrinum úr fallsæti. Hertha er nú í fimmtánda sæti með 23 stig.
Hertha hefur tvívegis skipt um þjálfara á tímabilinu og leitaði til Otto Rehhagel, fyrrum landsliðsþjálfara Grikklands, fyrir skömmu. Liðið tapaði fyrsta leiknum undir hans stjórn - gegn Augsburg um síðustu helgi - en vann svo þennan mikilvæga sigur í dag.
Leverkusen vann á sama tíma góðan sigur á Bayern München, 2-0, með mörkum þeirra Stefan Kiessling og Karim Bellarabi á síðustu ellefu mínútum leiksins.
Dortmund getur aukið forystu sína á toppi deildarinnar í sjö stig með því að vinna Mainz klukkan 17.30 í dag.
Úrslit dagsins:
Leverkusen - Bayern 2-0
Freiburg - Schalke 2-1
Hamburg - Stuttgart 0-4
Hannover - Augsburg 2-2
Hertha - Bremen 1-0
