Sex leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag og þar ber helst að nefna frábær sigur hjá Catania gegn Lazio.
Virkilega dýrmæt stig sem Lazio tapaði í dag en liðið er í harðri toppbaráttu í þriðja sæti deildarinnar með 48 stig, nokkuð langt á eftir AC Milan og Juventus.
Inter Milan náði aðeins í 0-0 jafntefli gegn Atalanta og er þetta tímabil sem aðdáendur Inter Milan vilja sennilega gleyma sem fyrst.
AC Milan er í efsta sæti deildarinnar með 60 stig, fjórum stigum á undan Juventus. Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins í ítölsku seríu A-deildinni:
Cagliari - Cesena - 3 - 0
Bologna - Chievo 2 - 2
Catania - Lazio - 1 - 0
Inter Milan - Atalanta - 0 - 0
Lecce - Palermo - 1 - 1
Siena - Novara - 0 - 2
