Sjö leikir fóru fram í nótt í NBA deildinni í körfubolta í Bandaríkjunum. Derrick Rose skoraði 32 stig fyrri Chicago Bulls í 104-99 sigri liðsins gegn New York Knicks sem tapaði sínum sjötta leik í röð. Chicago hefur nú unnið 10 leiki í röð.
Carmelo Anthony skoraði 21 stig fyrir New York og Amare Stoudemire skoraði 20 en þeir félagar skoruðu aðeins 7 stig samtals í fjórða og síðasta leikhlutanum. „Undradrengurinn" Jeremy Lin skoraði 15 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York en hann hitti aðeins úr 4 af alls 11 skotum sínm. Og þar að auki gekk honum illa að stöðva Derrick Rose í varnarleiknum.
Paul Pierce skoraði 10 af slls 25 stigum sínum fyrir Boston í fjórða leikhluta í 94-85 sigri liðsins gegn LA Clippers í Los Angeles. Kevin Garnett skoraði 21 stig og tók 8 fráköst. Ray Allen skoraði 15 stig og Rajon Rondo skoraði 12 og gaf 10 stoðsendingar. Blake Griffin skoraði 24 stig og tók 9 fráköst fyrir heimamenn sem hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. Chris Paul skoraði 14 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 12 skotum sínum.
Úrslit frá því í gær:
Chicago – New York Knicks 104-99
Phoenix – Minnesota 127-124
LA Clippers – Boston 85-94
Utah – Detroit 105-90
San Antonio – Washington 112-97
New Jersey – Milwaukee 99-105
New Orleans – Charlotte 71-73
Er Jeremy Lin "blaðran“ sprunginn? | sjötti tapleikur NY Knicks í röð

Mest lesið


Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi
Íslenski boltinn


Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United
Enski boltinn


„Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir”
Íslenski boltinn

Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna
Íslenski boltinn

Andrea Rán semur við FH
Íslenski boltinn

