Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona unnu flottan 4-1 útisigur á toppliði Torino FC 1. í ítölsku b-deildinni í kvöld en Torino missti fyrir vikið toppsætið.
Emil lék allar 90 mínúturnar á miðjunni og átti þátt í einu marka Verona-liðsins. Verona er nú í þriðja sæti aðeins tveimur stigum á eftir Torino og fjórum stigum á eftir Pescara sem komst í toppsætið í kvöld.
Argentínumaðurinn Juan Ignacio Gomez Taleb skoraði tvö mörk fyrir Verona en hin mörkin skoruðu þeir Nicola Ferrari og Domenico Maietta.
Emil hefur skorað 6 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 26 leikjum með Verona á þessu tímabili en hann hefur spilað 90 mínútur í 20 af þessum 26 leikjum.
Emil og félagar felldu Torino af toppnum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn



Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn




Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila
Enski boltinn

Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“
Íslenski boltinn