Sigurjón: Sameiningarhugmyndir Hreiðars vonlausar Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. mars 2012 16:48 Sigurjón Árnason mætti til skýrslutöku fyrir Landsdómi i dag. mynd/ gva. Hugmyndir Hreiðars Más Sigurðssonar um sameiningar í bankakerfinu á árinu 2008 voru vonlausar að mati Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Sigurjón sagði þetta fyrir dómi í dag. Sigurjón greindi frá því að hann, Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Glitnis, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefðu hist í aðdraganda hrunsins til þess að ræða hvernig sameina mætti íslenska banka í því skyni að hagræða í kerfinu. „Þá kom Hreiðar með vonlausa hugmynd. Það ætti að skipta Glitni í tvennt og Landsbankinn ætti að taka innlenda hlutann, en kaupþing átti að taka erlenda þáttinn," sagði Sigurjón. Allur laus gjaldeyrir hefði hins vegar verið í erlendum eignum Glitnis. Þetta hefði því hentað Landsbankanum afar illa. Sigurjón benti á að Landsbankann hafi ekki vantað lausar krónur við fall bankans heldur lausan erlendan gjaldeyri. Í umræðum um þann ákærulið sem lýtur að Icesave reikningunum gerði Sigurjón alvarlegar athugasemdir við fundargerðir Seðlabankans. „Það er mikilvægt að hafa í huga að fundargerðir Seðlabankans eru ekki endilega minnispunktar um það sem fram kom á fundum Seðlabankans heldur minnispunktar um atriði sem ýmsir aðilar í Seðlabankanum hefðu viljað að hefði komið fram," sagði Sigurjón. Hann ítrekaði orð sín „Þetta eru ekki fundargerðir. Þetta er eins langt því frá að vera fundargerðir og mögulegt er," sagði Sigurjón. Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Hugmyndir Hreiðars Más Sigurðssonar um sameiningar í bankakerfinu á árinu 2008 voru vonlausar að mati Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi forstjóra Landsbankans. Sigurjón sagði þetta fyrir dómi í dag. Sigurjón greindi frá því að hann, Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Glitnis, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, hefðu hist í aðdraganda hrunsins til þess að ræða hvernig sameina mætti íslenska banka í því skyni að hagræða í kerfinu. „Þá kom Hreiðar með vonlausa hugmynd. Það ætti að skipta Glitni í tvennt og Landsbankinn ætti að taka innlenda hlutann, en kaupþing átti að taka erlenda þáttinn," sagði Sigurjón. Allur laus gjaldeyrir hefði hins vegar verið í erlendum eignum Glitnis. Þetta hefði því hentað Landsbankanum afar illa. Sigurjón benti á að Landsbankann hafi ekki vantað lausar krónur við fall bankans heldur lausan erlendan gjaldeyri. Í umræðum um þann ákærulið sem lýtur að Icesave reikningunum gerði Sigurjón alvarlegar athugasemdir við fundargerðir Seðlabankans. „Það er mikilvægt að hafa í huga að fundargerðir Seðlabankans eru ekki endilega minnispunktar um það sem fram kom á fundum Seðlabankans heldur minnispunktar um atriði sem ýmsir aðilar í Seðlabankanum hefðu viljað að hefði komið fram," sagði Sigurjón. Hann ítrekaði orð sín „Þetta eru ekki fundargerðir. Þetta er eins langt því frá að vera fundargerðir og mögulegt er," sagði Sigurjón.
Landsdómur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira