Isinbayeva þurfti aðeins tvö stökk til að tryggja sér gullið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2012 09:15 Isinbayeva gaf sér tíma til að sinna aðdáendum sínum í Istanbúl í gær. Nordic Photos / Getty Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri. Erlendar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Yelena Isinbayeva frá Rússlandi þurfti aðeins tvö stökk til þess að tryggja sér gullverðlaun í stangarstökki kvenna á HM í frjálsum íþróttum innanhúss sem stendur yfir í Istanbúl. Isinbayeva hóf leik þegar ráin var í 4,70 metrum. Það lifnaði yfir áhorfendum í Atakoy-frjálsíþróttahöllinni í Istanbúl en þá voru tvær klukkustundir liðnar af stangarstökkskeppninni og flestir aðrir keppendur úr leik. Isinbayeva sveif yfir rána í fyrstu tilraun og gerði slíkt hið sama þegar hún reyndi við 4,80 metra. Isinbayeva, sem setti á dögunum heimsmet þegar hún stökk 5,01 metra, reyndi að bæta metið um sentimetra en tókst ekki. „Þetta var mjög þýðingarmikill sigur fyrir mig. Síðustu þrjú ár hafa sýnt mér hvað árangurinn skiptir mig miklu máli," sagði hin rússneska Isinbayeva sem vann síðast titil á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Isinbayeva hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og tók sér hlé eftir HM utanhúss 2009. Eftir ellefu mánaða fjarveru sneri hún aftur á síðasta ári og virðist í fantaformi. „Í dag hef ég betri skilning á afrekum mínum, hversu glæsileg þau voru og eru," sagði Isinbayeva sem segir hlé hennar frá íþróttinni hafa gert henni gott. Líkaminn sé úthvíldur líkt og hugur hennar. Íslandsmet Þóreyjar Eddu Elísdóttur í stangarstökki kvenna innanhúss er 4,51 metri.
Erlendar Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira