Dwyane Wade tryggði Miami dramatískan sigur á Indiana í framlengingu í nótt. Wade setti sigurkörfuna niður er leiktíminn var að renna út.
LeBron James reyndi að klára leikinn en skot hans misheppnaðist. Haslem náði frákastinu, kom boltanum aftur á James sem framlengdi á Wade sem skilaði boltanum ofan í körfuna.
Wade var með 28 stig í leiknum en þetta var tólfti sigur Miami í röð á heimavelli. James skoraði 27 stig.
Meiðsli Ricky Rubio höfðu strax áhrif á Minnesota í nótt er það tapaði fyrir slöku liði New Orleans. Golden State valtaði svo yfir meistara Dallas sem eru heillum horfnir um þessar mundir.
Úrslit:
Washington-Portland 99-110
Miami-Indiana 93-91
Detroit-Toronto 105-86
NJ Nets-Houston 106-112
Chicago-Utah 111-97
Oklahoma-Charlotte 122-95
Minnesota-New Orleans 89-95
Phoenix-Memphis 98-91
Golden State-Dallas 111-87
