Þó svo Amar'e Stoudemire og Jeremy Lin væru meiddir og Carmelo Anthony væri haltrandi um völlinn valtaði NY Knicks yfir Orlando í nótt.
Anthony skoraði 25 stig á 26 mínútum og var maðurinn á bak við þennan sannfærandi sigur New York-manna. Dwight Howard skoraði aðeins 12 stig fyrir Orlando.
Derrick Rose var fjarverandi í liði Bulls en þá steig Carlos Boozer upp í staðinn og sá til þess að Bulls vann öruggan sigur á Atlanta.
Öldungarnir í San Antonio gefa síðan ekkert eftir og unnu sinn sjötta leik í röð í nótt.
Úrslit:
Toronto-Denver 105-96
NY Knicks-Orlando 108-86
Charlotte-Minnesota 83-88
Cleveland-Detroit 75-87
Boston-Utah 94-82
NJ Nets-Indiana 100-84
Atlanta-Chicago 77-98
Sacramento-San Antonio 112-117
LA Clippers-Phoenix 103-86
Golden State-New Orleans 87-102

