Það hefur andað köldu á milli Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, og Zlatan Ibrahimovic, leikmanns AC Milan, nánast allt frá því að Zlatan gekk í raðir Barca árið 2010.
Þar lék hann í eina leiktíð undir stjórn Guardiola sem síðan losaði sig við leikmanninn. Zlatan hefur æ síðan verið gjarn á að láta þjálfarann heyra það.
Guardiola talaði aftur á móti vel um hann fyrir leikinn gegn Milan í kvöld.
"Ibrahimovic var mikilvægur okkar liði þegar hann var þar. Hann hjálpaði okkur mikið og fyrst sex mánuðirnir voru frábærir. Hann á stóran hluta í meistaratitli okkar þá leiktíð," sagði Guardiola sem hlakkar til leiksins í kvöld.
"San Siro er einn flottasti völlur heims. Þegar það eru læti hérna þá eru heldur betur læti. Það er alltaf heiður að fá að taka þátt í leik hér. Ég er sannfærður um að þetta verði frábær leikur."
Guardiola: Zlatan átti stóran þátt í titlinum er hann lék með okkur

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn
