Fyrsti blaðamannafundur nýs þjálfara Inter, Andrea Stramaccioni, fór heldur óvænta leið þegar Mario Balotelli, leikmaður Man. City, birtist óvænt og stal senunni eins og venjulega.
Verið var að kynna Stramaccioni til leiks er Balotelli gekk inn í salinn. Blaðamenn hlógu er þeir sáu hann koma og Balotelli lét sig ekki muna um að trufla fundinn og heilsa öllum við háborðið.
Hann var í óvæntri heimsókn í Mílanó og ákvað að nota tækifærið og heilsa upp á sína gömlu félaga hjá Inter.
Balotelli þekkir Stramaccioni en hann var þjálfarinn hans hjá unglingaliði Inter.
Hægt er að sjá þessa furðulegu uppákomu hér að ofan.
Balotelli ruddist inn á blaðamannafund nýs þjálfara Inter
Mest lesið



„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn




Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn


