Meistaradeildin í fótbolta og handbolti kvenna verður aðalumræðuefnið í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 á milli 11-12 í dag. Valtýr Björn Valtýsson ræðir við Heimi Guðjónsson um stórleiki kvöldsins í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hafdís Guðjónsdóttir fer yfir stöðu mála í N1 deild kvenna í handbolta þar sem að Valur og Fram mætast í kvöld.
Ásamt þessu verða spurningar dagsins þar sem hægt er að vinna sér inn gjafabréf á Metró og partýborð á Úrillu Górilluna.
Hægt er að hlusta á X-977 með því að smella hér:

