Forstjóri Apple heimsækir Kína 27. mars 2012 13:57 Tim Cook. mynd/AFP Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Styrr hefur staðið um Apple í Kína síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur staðið í málaferlum við kínverskt tæknifyrirtækið Proview vegna vörumerkisins „iPad." Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi. Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma meðferð á vinnuafli í verksmiðjum sínum í landinu. Talið er að Cook muni kynna nýja starfsmannastefnu Apple en fyrirtækið mun nú birta upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnutíma starfsmanna Foxconn verksmiðjanna í hverjum mánuði. Cook fundaði með borgarstjóra Peking í dag og heimsótti síðan tvær verslanir Apple í borginni. Stærsti snjallsímamarkaður veraldar er í Kína - iPhone snjallsíminn er annar vinsælasti síminn í Kína. Apple hefur átt erfiðleikum með að klekkja á helsta keppinauti sínum, Samsung Electronics, í landinu. Vonast er til að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar eigi eftir að auðvelda Apple róðurinn í Kína en tölvan fer í almenna sölu í landinu á næstu vikum. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tim Cook fundaði með ráðamönnum og rekstraraðilum í Kína í dag. Þetta er fyrsta heimsókn Cooks til Kína frá því að hann tók við forstjórastól Apple á síðasta ári. Styrr hefur staðið um Apple í Kína síðustu mánuði. Fyrirtækið hefur staðið í málaferlum við kínverskt tæknifyrirtækið Proview vegna vörumerkisins „iPad." Proview heldur því fram að Apple hafi notað vörumerkið í leyfisleysi. Þá hefur Apple verið harðlega gagnrýnt fyrir slæma meðferð á vinnuafli í verksmiðjum sínum í landinu. Talið er að Cook muni kynna nýja starfsmannastefnu Apple en fyrirtækið mun nú birta upplýsingar um vinnuaðstæður og vinnutíma starfsmanna Foxconn verksmiðjanna í hverjum mánuði. Cook fundaði með borgarstjóra Peking í dag og heimsótti síðan tvær verslanir Apple í borginni. Stærsti snjallsímamarkaður veraldar er í Kína - iPhone snjallsíminn er annar vinsælasti síminn í Kína. Apple hefur átt erfiðleikum með að klekkja á helsta keppinauti sínum, Samsung Electronics, í landinu. Vonast er til að þriðja kynslóð iPad spjaldtölvunnar eigi eftir að auðvelda Apple róðurinn í Kína en tölvan fer í almenna sölu í landinu á næstu vikum.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira