Breska ríkið, sem á 82 prósent hlut í Royal Bank of Scotland (RBS), hefur á undanförnum mánuðum átt í viðræðum við fjárfestingasjóði í Abu Dhabi með það að markmiði að selja hlut sinn í bankanum. Frá þessu var greint seinni partinn í dag á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC.
Ríkið eignaðist hlutinn í RBS þegar það setti 45,5 milljarða punda inn í bankann til þess að bjarga honum frá falli, haustið 2008 og á fyrri part árs 2009.
Samkvæmt fréttum BBC yrði fyrst horft til þess að selja smærri hluti í bankanum, frá 10 prósent og upp að þriðjungi hlutar ríkisins.
Sjá má frétt BBC um málið hér.
Breska ríkið vill selja RBS til fjárfesta í Abu Dhabi

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent