Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum.
FC Bayern er á meðal þeirra liða sem eru með Huntelaar í sigtinu en Schalke hefur samt nákvæmlega engan áhuga á að selja þó svo hann eigi aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.
Huntelaar hefur aftur á móti ekki útilokað að framlengja við félagið enda hefur honum liðið mjög vel þar.
Uli Höness, forseti Bayern, hefur lofað að kaupa háklassaframherja til félagsins í sumar og þar er Huntelaar efstur á blaði.
