Skipaður hefur verið nýr stjórnarmaður hjá Century Aluminium móðurfélagi Norðuráls. Sá heitir Andrew Caplan og tekur hann við starfinu af Steven Blumgart.
Caplan kemur frá hrávörurisanum Glencore en hann er forstjóri báxít og áldeildar fyrirtækisins.
Í tilkynningu til Kauphallarinnar kemur fram að Glencore á nú 46% í Century Aluminum.
